28.10.2008 | 18:24
Hvernig ekki á að safna undirskriftum
Þegar komið er inn í skráningu á undirskrifarlistann þarf að setja inn Nafn, Kennitölu, Póstnúmer, Heimilisfang, netfang og viðkomandi boðið að nafn hans sjáist á undirskriftarlistanum.
Almennt þegar fólk er að skrá sig á lista vill það síður að allar upplýsingar um sig birtist og hvað þá þurfa að gefa of mikið af upplýsingum.
Í þessu tilfelli gefur maður allt um sig og svo er boðið hvort maður vilji að nafnið sjáist í undirskrifarlistanum. Þar kemur ekkert fram um hvort Kennitala, heimilisfang og netfang komi einnig fram. Ég sé ekki að það þurfi meira en Nafn og kennitölu til þess að verkefnið geti talist fullgilt.
Einnig er óskað eftir hvort maður vilji vera á póstlista þar sem fylgst er með framgang verkefnisins og þar er ekki tekið fram að netfang manns verði ekki notað í öðrum tilgangi en í þessu verkefni.
Einnig er ekki tekið fram hvort fylla þurfi út í alla reiti og hvort viðkomandi geti komist upp með að skrá einungis Nafn og kennitölu eða hvort hinar upplýsingarnar þurfi að fylgja með.
Með þetta að leiðarljósi finnst mér þetta ekki vönduð vinnubrögð og sá mér því miður ekki fært að skrá mig á þennan lista þar sem ég er mikill persónuverndarsinni.
Safna undirskriftum vegna kröfu um kosningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
and Zeus wonders
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.