Persónuvernd á íslandi

Hversu fáránlegt væri ef upplýsingar um greiðsluhegðun einstaklinga væri til sölu á Íslandi....

 Í dag er það þannig að skráning í LT fer út eftir 4 ár samkvæmt sjónvarpsviðtali við þessa fínu stofnun um daginn. Einnig fjarlægjast upplýsingar úr þessu kerfi þeirra ef krafan hefur verið greidd. Samt ekki ef sá sem krafan var greidd til "gleymir" að skrá greiðsluna inn til LT.

Engin refsiákvæði eða neitt eru til vegna slóðaskaps lögfræðinga sem gleyma að afskrá kröfur úr LT.

En greiðsluhegðunarsaga einstaklinga á þesum síðustu og verstu væri eitthvað sem fyrnist aldrei og fólk situr uppi með ljótt meðaltal við 4ra mánaða atvinnumissi. Jafnvel þó það semji um að fá að greiða fyrirtæki utan eðlilegs gjalddaga myndi það safnast í þetta kerfi.

Ef einhver hafði áhyggjur af því að genabanki Íslenskrar erfðagreiningar væri brot á persónuvernd þá er það smámál miðað við þetta.

Persónuvernd á Íslandi er ekki mikil í dag. Ef ég myndi vilja gæti ég keypt mér aðgang að bifreiðaskrá, þjóðskrá með fjölskyldunúmerum, vanskilaskrá, fasteignaskrá auk þess sem fólk er komið með upplýsingar um sig á internetið. Ef ég vildi grafa upp upplýsingar um einhvern væri það tiltölulega ekkert mál.

Og svo er ekkert haldið utan um hver skoðar þessar upplýsingar. T.d. er ekki hægt að hringja í Lánstraust og fá upplýsingar um hver hefur flétt uppá manni. Góð dæmi eru t.d. að kunningi minn fékk aðgang að LT í gegnum vinnuna og var að hringja í félaga sína til að segja hverjir af hinum í hópnum væru á vanskilaskrá. Svo eru heldur engar reglur um hvernig meðhöndla skuli svona aðgang innan fyrirtækja því þeir eru skráðir á fyrirtæki ekki á einstaklinga.

Það á að banna Lánstraust á Íslandi og láta fólk frekar óska eftir skuldayfirlitum í bönkum eins og í gamla daga fyrist þetta varð svona ofuraðgengilegt með stofnun þessa fyrirtækis.


mbl.is Lánstrausti hafnað í þriðja sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Persónuvernd stóð sýna vakt af sóma í þessu máli. Ónotanlegt að upplifa að til staðar sé löngun hjá fjármálafyrirtækjum og tengdum aðilum að vera ofaní hvers manns koppi.

Einar Mathiesen (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

and Zeus wonders

Höfundur

Seifur
Seifur
Zeus er drengur með fjöldan allan af áhugamálum og skoðunum sem hann þarf að tjá sig lítillega um
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband