28.10.2008 | 21:40
Íslendingar kunna ekki að mótmæla
Davíð telur það ekki mikið að einhverjar örfáar hræður að hans mati mæti til þess að mótmæla setu hans í Seðlabankanum og fannst greinilega vanta eitthvað Aksjón til að þetta væri marktækt
Markaðsbjörn taldi að Íslendingar kynnu ekki að mótmæla af því við sturtum ekki skít eins og frakkar þegar við erum reið.
Og Björn Bjarnason situr heima drullusvekktur yfir því hvað mótfælin fari vel fram því það er jú búið að gera aðgerðaráætlun ef íslendingar verði eitthvað pirraðir yfir ástandinu á svona fundi.
Þessvegna er eina leiðin til að gera þessum mönnum til geðs er að taka Kristjaníubúa til fyrirmyndar og mæta með mólatov kokteila, heykvíslar og barefli næsta laugardag klukkan 3 á austurvöll og gera Birni og félögum til geðs og sýna Davíð og MarkaðsBirni að við kunnum að mótmæla.
En ég kemst samt ekki. Þið hin skemmtið ykkur bara vel.
Átök í Kaupmannahöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
and Zeus wonders
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er nefnilega svo æðislegt að brenna bíla hjá saklausu fólki.
Fannar frá Rifi, 28.10.2008 kl. 22:13
Geri ráð fyrir að greindarvísitala þín sé mjög lág og að þú sért úthrópaður heimskingi á meðal vina og ættmenna?
Guðmundur Björn, 28.10.2008 kl. 22:21
Veistu, ég held að það sé ekki langt í að íslendingar fari frönsku leiðina þó svo að Guðmundur Björn sé ekki á því og vilji láta fara með sig áfram eins og sauðfé. En það er einmitt það sem við íslendingar höfum gert!
Ófeigur Friðriksson (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 22:35
A: Sé ekkert æðislegt við að brenna bíla hjá saklausu fólki og er algjörlega á móti öllu ofbeldi.
B: Tel það sorglegt að þegar Íslendingar sýni smá samstöðu og mæti og mótmæli, þó fámenn séu komi menn eins og Björn í Markaðnum og segji íslendinga ekki kunna að mótmæla. Einhverstaðar þarf fólk að byrja. Sama að Davíð skuli hreykja sér af hversu fámenn þau væru.
C: Tel það algjöra móðgun við Íslenska þjóð að lögreglan gefi það út að þeir eigi tilbúna aðgerðaráætlun til að bregðast við ef mótmælin fari úr böndunum. Allt í lagi að svona aðgerðaráætlun sé til. En að vara friðelskandi Íslendinga við á þennan hátt eins og búist sé við hverju sem er af okkur finnst mér fáránlegt.
D: Greindarvísitala mín hefur reyndar ekki verið mæld en ég efast um þína ef þú last enga hæðni úr skrifum mínum.
Seifur, 28.10.2008 kl. 22:38
Miðað við hina lágkúru sem er í umræðunni á Íslandi í dag yfir vandmálum Íslands, þá getur maður ekki lesið eða fyrirséð neina hæðni í neinum bloggtexta lengur, þú bara fyrirgefur ef þú varðst sár.
Guðmundur Björn, 28.10.2008 kl. 23:00
Það hefur alltaf þótt hallærislegt að mótmæla á Íslandi. Þó er það innan marka að fara í mótmæla/skemmti/skrúðgöngu niður Laugarveg svona einu sinni á ári svo lengi sem þú færð þér pulsu eftir á.
Það er ekki tekið mark á þeim sem mótmæla vegna þess að:
1.Þeir eru ekki í réttum stjórnmálaflokk og hafa því ekki nægjanlegan skilning á því sem þarf að gera á landinu. Auk þess er verið að ráðast á þig persónulega ef mennirnir sem þú kaust eru gagnrýndir, er það ekki?
2.Þeir eru of ungir. Ungt fólk og sérstaklega ef það er í námi hefur ekki nóg vit til að hafa réttmæta skoðun á þjóðfélaginu. Þegar ungt fólk mætir á mótmælafundi er það vegna þess að það var eyða í skólanum og kaffihúsið ekki búið að opna.
3.Þeir eru of gamlir. Fólk sem er komið yfir sextugt er búið að missa takt við nútímann og því nauðsynlegt að hunsa allar kröfur og ráð sem þessi hópur kann að koma fram með. Enda er þessum hóp iðulega smalað saman á hin og þessi mótmæli með loforði um kaffi og fæstir vita hverju er verið að mótmæla.
4.Þeir sem hugsa um framtíðina. Ef þú hugsar lengra en svona 5-10 ár fram í tíman eru í draumóralandi og beinlínis stórhættulegt að koma fram með tillögur fyrir framtíðina. Við þurfum lausnir í dag, helst í gær og getum ekki teflt framtíðinni í hættu með því að hugsa fram í tímann.
Karma (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 10:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.