29.10.2008 | 11:33
Afsökunarbeiðni frá íslensku fyrirtæki ?
Ég er alveg furðu lostin yfir því að fyrirtæki skuli biðja viðskiptavini sína afsökunar á truflunum sem áttu sér stað í símkerfi þeirra. Ég hélt hreinlega að svona almennilegheit tíðkuðust ekki á Íslandi. Ég man eftir nokkrum "við birðumst velvirðingar á þeim truflunum sem þetta kann að valda" tilkynningum en ekki afsökunum.
Kannski maður velt fyrir sér af hverju beðið er afsökunar. Kannski eru þeir bara með svona almennilegan almannatengil eða að farsímamarkaðurinn er sá eini á Íslandi sem alvöru samkeppni virðist vera á. Svo virðist nefnilega að með tilkomu Nova inn á markaðinn hafi loksins myndast samkeppni á Íslandi sem er neytendum til góða. Síminn og Vodafone höfðu júl lengi verið 2 á markaðnum og engin alvöru verðsamkeppni átt sér stað.
En ég vil þakka HIVE, SKO, NOVA og öllum þeim sem hafa stuðlað að fyrstu almennilegu samkeppninni á Íslandi í nokkur ár því það eina sem hefur lækkað á mínu heimili undanfarin ár er símreikningurinn.
Viðgerð lokið hjá Nova | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
and Zeus wonders
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.