30.10.2008 | 10:50
Merkilegt hagsmunapot þarna á ferð
Ótrúlegt að þessi frétt snérist um hvað skjár1 ætti erfitt og hvað RUV væri ósanngjarnt.
En ég hefði t.d. vilja vita hversu margir væru að missa vinnuna því þetta hlýtur að flokkast sem hópuppsögn og því skammarlegt hversu léttvægt það sé að fólk sé að missa vinnu og áherslan á vorkunn til fyrirtækisins.
En auðvitað standa þessir fjölmiðlar saman gegn RUV
Skjárinn segir öllum upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
and Zeus wonders
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Og finnst þér réttlátt að RÚV megi bæði fá áskriftargjöld og auglýsingatekjur?
Púkinn, 30.10.2008 kl. 10:56
þú ert bara með vestræna hugsun, að allt sem sé gott fyrir þig, sé gott fyrir fyrirtækið, er ekki nær að nota austurlensku spekina, að allt sem sé gott fyrir fyrirtækið sé gott fyrir þig?
amj (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 11:02
Púki þetta er komment þitt er jafn vitlaust og að spyrja: "finnst þér réttlátt að Stöð 2 meigi bæði fá áskriftargjöld og auglýsingartekjur"?
Johann (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 11:03
Þetta er einmitt hópuppsögn Seifur, vegna þess að RÚV fær tvöfalt forskot, fær forskot með áskriftargjöldum sem það getur keypt besta efnið inn og haldið upp innlendri framleiðslu ( sem mér finnst að það sé hlutverk RÚV ekki þetta fyrrnefna ) og svo fengið auglýsingatekjur í samræmi við það að vera með vel áhorft efni.
Á móti því að SkjárEinn byggir allt sitt uppá auglýsingum, augljóslega ef að RÚV myndi draga sig út af markaði myndi hagur SkjásEins batna töluvert og það vill ég í stað þess að standa hérna bara uppi með RÚV.
Tala nú ekki um öll þau störf sem að SkjárEinn er að skapa.
Depill, 30.10.2008 kl. 11:04
Eftir áramót þá er RÚV að fá áskriftargjöld frá um 150.000-180.000 einstaklingum sem verða að borga gjöldin, svo geta þeir LÍKA fengið auglýsingatekjur þar með talið skellt einni auglýsingu í mitt áramótaskaupið á milljón eða meira.
Meðan SkjárEinn, Stöð2, Sýn og fleiri stöðvar verða að fjármagna allt sitt fyrir liggur við einungis auglýsingatekjur.
Jóhannes H. Laxdal (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 11:04
samkeppnin við Rúv er vonlauss.Endalaus hít sem tekur endalaust við seðlum.Svipað og ríkið ætti steypustöð sem allir yrðu að borga til áður enn hægt væri að versla við samkeppnisaðilann.Það á að selja Rúv í hvelli eða einfaldlega láta þá keppa á jafnræðisgrundvelli
Sigurbjörn (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 11:05
Johann, já það er réttlátt hjá Stöð 2, vegna þess að þeirri áskrifendur hafa val, ef þeim líkar ekki við magnið af auglýsingum á stöðvunum hjá þeim, þá segja þeir bara upp áskrift.
Getur þú nokkuð sent mér símanúmerið þar sem ég get sagt upp RÚV ?
Depill, 30.10.2008 kl. 11:05
og náttúrulega líka áskriftargjöldum, en munurinn er sá að það VERÐA ALLIR eftir áramót að borga til Rúv, þótt þeir vilji það eða ekki. Ég horfi aldrei á RÚV, ég horfi á svona 2-3 þætti á Discovery channel og Búið.. og fyrir það er ég að borga um 3 þús á mánuði til Rúv + 3 þús til Skjásins fyrir Blöndu pakkann.. Gaman
Jóhannes H. Laxdal (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 11:06
Jóhannes þetta er einmitt það sem vantaði hjá púka og fyrra kommentinu þínu :)
Johann (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 11:07
Voðalega ertu Púkalegur Púki hugsaðu þér ef við hefðu ekki RUV til að veita okurstöðinni 2 aðhald í áskriftargj.
Þjarkur (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 11:09
Persónulega er ég á móti auglýsingum á RÚV... .finnst auglýsingatímanum betur varið í auglýsingar frá lýðheilsustöð og hjartavernd og þessháttar.
Að sama skapi finnst mér að RUV eigi að vera að berjast um góða þætti og bjóða þá til sýningar á meðan hinar stöðvarnar ná ekki til allra landsmanna.
Ég horfi nú bara á enska boltann og fréttir en afgangurinn af fjölskyldunni horfir á Skjá1.
En ég hefði viljað sjá í þessarri frétt hversu margir væru að missa vinnuna og að erfitt væri fyrir þetta fólk að fá vinnu sökum sérhæfingar og svo framvegis... Finnst vanta alveg persónulega þáttinn. Í gær var fólki sagt upp hjá BYGG og þá gekk fréttin útá að fólk hefði unnið þar í allt að 20 ár og svo framvegis. Mér finnst fólkið sem missir vinnuna á Skjá1 vera jafn mikið fólk og það sem missti vinnuna hjá BYGG. Ekki bara til notkunar í einhverju áróðursskyni gegn RUV
Seifur, 30.10.2008 kl. 11:17
Hvað haldið þið að nefskatturinn vegna RÚV hækki mikið ef þeim verður gert að draga sig út af auglýsingamarkaði? Snnilega ekki minna en 100%. Eru ekki allir sáttir við það?
Það má líka benda á að rekstrarkostnaður RÚV hækkaði talsvert við að Söð 2 fór að bjáða á móti þeim í erlenda þætti. Enski boltinn t.d. margfaldaðist í verði við að fleiri fóru að bjóða.
Landfari, 30.10.2008 kl. 11:18
Ég get ekki séð betur en þetta séu 46 manns, kannski 45 ef hún rak sig ekki sjálfa hún Sigríður. Væntanlega þyrfti samt að halda einhverju af fólkinu til að hlda upp SkjárHeim http://skjarinn.is/starfsmenn/. Ég er alveg sammála að þetta fólk er alveg jafn mikið fólk og hjá BYGG.
Hins vegar er verið að benda á að þarna sé hægt að bjarga fullt af starfsfólki gegn því að stjórnvöld hætti þessu bulli og taki RÚV út af auglýsingamarkaði.
Depill, 30.10.2008 kl. 11:20
Landfari
Ég er augljóslega að tala um að RÚV dragi saman seglin í kaupin á erlendri dagskrágerð, sem er algjörlega tilgangslaus hjá RÚV. Ég myndi vilja að rekstarkostnaðurinn dragist saman.
Þú getur alveg eins sagt að rekstarkostnaður Stöðvar 2 sé svona hár vegna RÚV. RÚV ætti ekkert að vera í einhverju uppboðsstríði við Stöð 2 um erlenda dagskrágerð, afhverju eru þeir að þessu ?
Enski boltinn hefur verið boðinn út eftir lögmálinu framboð og eftirspurn og verðið mun væntanlega HRYNJA við næsta uppboð eftir ár. Og RÚV hefur alltaf boðið svipaða upphæð í enska boltann og tengist þessu máli ekkert, ekki ertu að halda því fram að vegna þess að RÚV bjóði í enska boltann en fái hann ekki, þá sé rekstarkostnaður RÚV hærri ?
Ertu kannski að halda því fram að best sé bara að hafa RÚV vegna þess að þá sé engin samkeppni um neitt ?
Depill, 30.10.2008 kl. 11:33
Hvað segja auglýsendur ef þeir mega ekki auglýsa á Rúv? Ég horfi t.d. eingöngu á Rúv og þeir myndu því ekki ná til mín og margra annarra sem eingöngu horfa á Rúv. Væru þeir sáttir við það? Ég horfi ekki á Skjáinn því mér leiðist óskaplega amerískt afþreyingarefni, sérstaklega þessir svokölluðu raunveruleikaþættir sem mér finnst lélegasta sjónvarpsefni EVER
Heiða (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 11:34
RUV fær 3000 milljónir á ári frá ríkinu. AUK afnotagjalda til að yfirbjóða Skjáeinn varðandi þætti og undirbjóða á sama tíma á auglýsingamarkaði. Hvað er ekki ósanngjarnt við það?
Melurinn (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 11:38
Ef RÚV hættir að fá afnotagjöld (sem flestir vilja því þeir vilja spara sjálfir) eða hættir á auglýsingamarkaði (sem færri vilja því við þekkjum ekki annað sjónvarpsumhverfi) þá er ljóst að það verður samdráttur hjá RÚV, mikill samdráttur. Hvað ætli störfum hjá RÚV fækki mikið í kjölfarið?
Karma (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 11:52
"Melurinn" - ég veit ekki hvernig verðin væru ef RÚV stæði ekki í "undirboðum" á auglýsingamarkaði. Það er svívirðilega dýrt að auglýsa á Íslandi. Svo dýrt að lítil fyrirtæki ráða oft alls ekki við að auglýsa neitt.
Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 11:56
Bragi, frjálsi markaðurinn myndi skapast af framboð og eftirspurn og í svona árferði yrði mjög ódýrt auglýsa, en auglýsingatímar væntanlega lengri.
Svo þegar það væri gott árferði, væntanlega dýrt að auglýsa.
Karma, RÚV hættir að fá afnotagjöld og fær í staðinn nefskatta, þeir fá aukalegar tekjur af því þar sem ekki þarf lengur að innheimta gjöldin, heldur verður tekinn flatur skattur á alla.
Depill, 30.10.2008 kl. 12:03
Bragi - Það er flott hjá ruv að undirbjóða til að skapa samkeppni en væri þá ekki sanngjarnt að skjáreinn og stöð 2 fengju svipaða upphæð og ruv gerir frá ríkinu á hverju ári?
Melurinn (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 13:18
Er til einhver staðall fyrir raunkostnað auglýsinga í sjónvarpi.
Er sanngjarnt að bara stærstu félögin hafi efni á að auglýsa og maður sjái bara Baug og Bankana í öllum auglýsingatímum.
Það eru meira að segja hættar fléttiauglýsingarnar sem voru í denn þar sem minni fyrirtæki gátu auglýst fyrir lítið því það var of verðmætur auglýsingatími fyrir hina.
Seifur, 30.10.2008 kl. 13:20
Ég er starfsmaður Skjás Eins og er stoltur af því. Það skiptir ekki máli hvað við erum mörg sem var sagt upp í dag því að ef stöðin fer úr loftinu hefur það áhryf á næstum alla þjóðina. Við erum u.þ.b. 40 bara svo það komi fram :) En ástæðan fyrir að þetta snýst um ósanngyrni RÚV er að fyrir okkur starfsfólkið er það ekki bara að við missum vinnuna, við missum stöðina okkar sem við höfum laggt blóð, svita og tár í að byggja upp og gera þá bestu á landinu. Þetta er eins og barnið okkar og okkur líður eins og það sé hreinlega fantur á skólalóðinni að berja okkur sundur og saman. Þetta er ekki sanngjarnt og hvaða starfsmaður sem er myndi taka undir það. Við ætlum að berjast til dauða fyrir stöðina okkar og stöðina ykkar. Ég þakka kærlega stuðninginn og umhyggjuna fyrir okkur en við erum bara í sömu stöðu og hundruðir ef ekki þúsundir aðrir íslendingar. Það sem gerir þetta erfiðast fyrir mig allavega er að vita að ef af uppsögnunum verður þýðir það að Skjár Einn verður búinn. Nógu slæm var kreppan fyrir þó við missum ekki þennan góða vin okkar allra. Hvað svo ef Stöð 2 fer líka þá sitjum við uppi með RÚV og ekkert annað. Það er ekki spennandi tilhugsun.
Sigurður J Guðmundsson (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 19:08
Mér finnst auðvitað mjög leiðinlegt og sorglegt að fólk sé að missa vinnuna, en hvað er svona slæmt við að hafa eina sjónvarpsstöð? Meirihluti dagskrár á Skjá1 og Stöð 2 er amerískir formúluþættir
Guðbjörg (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 10:44
Vandamálið með Stöð 2 er að hún nær ekki til allra landsmanna og kemur ekki til með að gera það. Það er einfaldlega of dýrt að koma útsendingum til síðustu fimm eða tíu prósentanna að einkarekin stöð með hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi fer ekki í slíka framkvæmd af eðlilegum ástæðum.
Þess vegna urðu margir ósáttir við að enski boltinn fór yfir þótt persónulega hafi ég orðið feginn enda ekki áhugamaður um knattspyrnu í útlöndum.
Við erum að sjá þetta sama með Símann eftri að hann komst í einkaeign. Það svarar ekki kostnaði að koma háhraðatengingu til síðustu prósentanna af notendum. Þess vegna er því sleppt.
Svo má ekki gleyma því að þessar forsendur sem nú eru, þ.e. að ríkissjónvarpið sé á auglýsingamarkaði voru fyrir hendi þegar einkareknu stöðvarnar gerðu sín plön og voru stofnaðar.
Ef ég stofna banka þá á ég enga kröfu á að ríkið loki sínum bönkum af því ég gæti ekki keppt við það öryggi sem ríkið sem bakhjarl veitir innistæðueigendum.
Landfari, 31.10.2008 kl. 11:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.