Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Persónuvernd á íslandi

Hversu fáránlegt væri ef upplýsingar um greiðsluhegðun einstaklinga væri til sölu á Íslandi....

 Í dag er það þannig að skráning í LT fer út eftir 4 ár samkvæmt sjónvarpsviðtali við þessa fínu stofnun um daginn. Einnig fjarlægjast upplýsingar úr þessu kerfi þeirra ef krafan hefur verið greidd. Samt ekki ef sá sem krafan var greidd til "gleymir" að skrá greiðsluna inn til LT.

Engin refsiákvæði eða neitt eru til vegna slóðaskaps lögfræðinga sem gleyma að afskrá kröfur úr LT.

En greiðsluhegðunarsaga einstaklinga á þesum síðustu og verstu væri eitthvað sem fyrnist aldrei og fólk situr uppi með ljótt meðaltal við 4ra mánaða atvinnumissi. Jafnvel þó það semji um að fá að greiða fyrirtæki utan eðlilegs gjalddaga myndi það safnast í þetta kerfi.

Ef einhver hafði áhyggjur af því að genabanki Íslenskrar erfðagreiningar væri brot á persónuvernd þá er það smámál miðað við þetta.

Persónuvernd á Íslandi er ekki mikil í dag. Ef ég myndi vilja gæti ég keypt mér aðgang að bifreiðaskrá, þjóðskrá með fjölskyldunúmerum, vanskilaskrá, fasteignaskrá auk þess sem fólk er komið með upplýsingar um sig á internetið. Ef ég vildi grafa upp upplýsingar um einhvern væri það tiltölulega ekkert mál.

Og svo er ekkert haldið utan um hver skoðar þessar upplýsingar. T.d. er ekki hægt að hringja í Lánstraust og fá upplýsingar um hver hefur flétt uppá manni. Góð dæmi eru t.d. að kunningi minn fékk aðgang að LT í gegnum vinnuna og var að hringja í félaga sína til að segja hverjir af hinum í hópnum væru á vanskilaskrá. Svo eru heldur engar reglur um hvernig meðhöndla skuli svona aðgang innan fyrirtækja því þeir eru skráðir á fyrirtæki ekki á einstaklinga.

Það á að banna Lánstraust á Íslandi og láta fólk frekar óska eftir skuldayfirlitum í bönkum eins og í gamla daga fyrist þetta varð svona ofuraðgengilegt með stofnun þessa fyrirtækis.


mbl.is Lánstrausti hafnað í þriðja sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gegn borgurum landsins

Eftir að ég sá í sumar lögregluna mæta í fínu óeirðabúningunum sínum í þeim einum tilgangi að egna vörubílstjóra til æsings skynjaði ég það sem koma skal ... Og aftur  þegar tilkynnt um daginn að aðgerðarplan væri til ef til óeirða kæmi. Til hvers þurfti að tilkynna það ? er verið að vara fólk við borgaralegri óhlýðni ?

DV fór með þessa umræðu lengra og hvort sem hún er sönn eða ekki er sannarlega þörf á umræðu um þetta. Aðallega að það sé til "her" á íslandi sem er hugsaður gegn okkur borgurum.

Erum við Íslendingar virkilega svoddan óaldalýður að þörf sé á öllu þessu vopnavaldi.


mbl.is Segir fréttir DV af sérsveit uppspuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Axla ábyrgð fyrir gjörðir undirmanna ??????

Ég á ekki orð... vissi ekki að svona tíðkaðist.

Svona menn eiga að flytja til Íslands og halda námskeið í ábyrgð og afleiðingum.

Hérna hyglum við undirmönnum með því að gera þá að bankastjórum.


mbl.is Yfirmaður hjá BBC segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Merkilegt hagsmunapot þarna á ferð

Ótrúlegt að þessi frétt snérist um hvað skjár1 ætti erfitt og hvað RUV væri ósanngjarnt.

En ég hefði t.d. vilja vita hversu margir væru að missa vinnuna því þetta hlýtur að flokkast sem hópuppsögn og því skammarlegt hversu léttvægt það sé að fólk sé að missa vinnu og áherslan á vorkunn til fyrirtækisins.

En auðvitað standa þessir fjölmiðlar saman gegn RUV

 


mbl.is Skjárinn segir öllum upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smámnarleg aðför að almenning

Frétt tekin af textavarp.is 
Aukin innheimtuharka                   
Meiri harka hefur færst í
innheimtuaðgerðir síðustu vikurnar.
Dæmi eru um að innheimtufyrirtæki bjóði
að "stytta í ferlinu", það er að
kröfur, sem ekki eru greiddar á eindaga
fari umsvifalaust til
innheimtufyrirtækis og lokaviðvörun sé
gefin eftir fjóra daga.

Matthildur Helga- og Jónudóttir,
framkvæmdastjóri tölvufyrirtækisins
Snerpu á Ísafirði, hafnaði slíku boði,
segir það siðlaust á tímum þegar allir
þurfi að standa saman.
Eru menn ekkert að grínast í þessum innheimtufyrirtækjum ? ég hreinlega á ekki orð hvað er næst. Handrukkari eftir 18 daga
Gott samt að einhverjir sjái sér fært að græða á þessu öllu. Reyndar las ég um daginn að mestur gróði væri í að stofna fjármálaráðgjafafyrirtæki eða vinalínu á 99kr mín.  

Bestu mótmæli Íslandssögunnar

Ég legg nafn mitt aldrei við undirskrifarlista um nokkra skapaða hluti. Ástæðan yfirleitt að mótmæli eru of flókin, of nákvæm eða myndu tengja nafn mitt beint við einhverja afgerandi skoðun sem ég myndi ekki vilja láta blendla mig við eftir einhver ár. Því allt sem maður setur nafnið sitt við á netinu er jú til til langs tíma og því komin ákveðin skjölun um mann. Svona undirskrift gæti truflað fólk við atvinnuleit, fyrirgreiðslu og hvað eina þegar tímar líða.

En þessi mótmæli hafa nákvæmnlega ekkert með neitt af þessu að gera. Þetta er einföld yfirlýsing um að maður sé ekki hryðjuverkamaður. Og það besta er að þetta sýnir öðrum þjóðum sem sjá fréttir um okkur að við erum þjóð einstaklinga ekki bara nafn á landi sem stundar rányrkju á spariféi einstaklinga í öðrum löndum. Allavega var frétt Reuters einstaklega vinholl okkur og gaf góða mynd.

Til hamingju Sigmundur og félagar með þetta frábæra framtak þið eruð fyrstu hetjur landsins eftir bankahrunið.

 


mbl.is Mótmæli vekja athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lækkaður hraði stórnotenda... OLD NEWS

það hefur aldrei verið neitt stórleyndarmál að þetta hefur tíðkast undanfarin ár eða eftir að "ótakmarkað" niðurhal fór að vera í boði. Á spjallsíðum netnotenda hefur þetta verið heit umræða heillengi og því undarlegt að það komi tilkynning frá símanum um þetta.

Búnir að selja "falsaða" vöru heillengi og loks núna er kominn tími til að segja satt.

En stóra spurningin í þessu er samt Hvaða rétt áskilur síminn sér. Eru þetta ekki hrein vörusvik ?


mbl.is Síminn hægir á niðurhali stórnotenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig ekki á að safna undirskriftum

Þegar komið er inn í skráningu á undirskrifarlistann þarf að setja inn Nafn, Kennitölu, Póstnúmer, Heimilisfang, netfang og viðkomandi boðið að nafn hans sjáist á undirskriftarlistanum.

Almennt þegar fólk er að skrá sig á lista vill það síður að allar upplýsingar um sig birtist og hvað þá þurfa að gefa of mikið af upplýsingum.

Í þessu tilfelli gefur maður allt um sig og svo er boðið hvort maður vilji að nafnið sjáist í undirskrifarlistanum. Þar kemur ekkert fram um hvort Kennitala, heimilisfang og netfang komi einnig fram. Ég sé ekki að það þurfi meira en Nafn og kennitölu til þess að verkefnið geti talist fullgilt.

Einnig er óskað eftir hvort maður vilji vera á póstlista þar sem fylgst er með framgang verkefnisins og þar er ekki tekið fram að netfang manns verði ekki notað í öðrum tilgangi en í þessu verkefni.

Einnig er ekki tekið fram hvort fylla þurfi út í alla reiti og hvort viðkomandi geti komist upp með að skrá einungis Nafn og kennitölu eða hvort hinar upplýsingarnar þurfi að fylgja með.

Með þetta að leiðarljósi finnst mér þetta ekki vönduð vinnubrögð og sá mér því miður ekki fært að skrá mig á þennan lista þar sem ég er mikill persónuverndarsinni.

 


mbl.is Safna undirskriftum vegna kröfu um kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

and Zeus wonders

Höfundur

Seifur
Seifur
Zeus er drengur með fjöldan allan af áhugamálum og skoðunum sem hann þarf að tjá sig lítillega um
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband