29.10.2008 | 12:00
Lækkaður hraði stórnotenda... OLD NEWS
það hefur aldrei verið neitt stórleyndarmál að þetta hefur tíðkast undanfarin ár eða eftir að "ótakmarkað" niðurhal fór að vera í boði. Á spjallsíðum netnotenda hefur þetta verið heit umræða heillengi og því undarlegt að það komi tilkynning frá símanum um þetta.
Búnir að selja "falsaða" vöru heillengi og loks núna er kominn tími til að segja satt.
En stóra spurningin í þessu er samt Hvaða rétt áskilur síminn sér. Eru þetta ekki hrein vörusvik ?
Síminn hægir á niðurhali stórnotenda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
and Zeus wonders
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
10 gígabæt í viku þá kickar inn takmörkun, hámarkið er 80 gíg á mánuði skv. samningnum... hmm... er ekki í lagi með þessa menn???
Palli (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 12:14
Hámarkið verður 40gíg á mán. Þetta er ekki í neinum takti við netið sem sífellt þróast.
Thee, 29.10.2008 kl. 12:17
Takið þetta upp við ríkisstjórnina... það er ekki hægt að ætlast til að fyrirtæki í einkarekstri borgi undir rassgatið á þeim sem downloada svo miklu að það svarar ekki kostnaði að hafa þá í áskrift
Kristmann (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 12:23
Lastu ekki skilmálana þegar þú sóttir um netið ?
http://www.siminn.is/servlet/file/Skilmalar_Internetthjonusta.pdf?ITEM_ENT_ID=57614&COLLSPEC_ENT_ID=8
Skilmálar internet þjónustu, ég bendi á lið "30. Síminn áskilur sér rétt til að endurskoða þessa skilmála án fyrirvara ef þörf krefur."
Þetta er svona "default" liður í öllum skilmálum sem þú hefur væntanlega samþykkt í gegnum ævina.
Jóhannes H. Laxdal (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 12:34
Persónulega er ég með litla tengingu og ekki ótakmarkað niðurhal og hef litla sem enga þörf fyrir það enda meiri fréttaáhugamaður en niðurhalari. Það er þá helst YouTube sem triggerar erlent niðurhal hjá mér.
En að selja vöru undir yfirskriftinni "Ótakmarkað niðurhal" getur ekki talist til eðlilegra viðskiptahátta ef Ótakmarkað niðurhal er ekki í boði.
BT var stöðvað þegar það auglýsti vaxtalaus lán og það kom í ljós að það reyndist ekki rétt. Er eitthvað öðruvísi að auglýsa Ótakmarkað niðurhal og svo er það ekki ótakmarkað.
Ég geri þá fastlega ráð fyrir því að í auglýsingum símans og áskrifarleiðum þeirra verði ekki lengur talað um "ótakmarkað niðurhal" heldur 40 gb eða 10 gb eða hvað það verður sem nýju skilmálarnir segja til um.Vilberg Helgason, 29.10.2008 kl. 12:54
Ég er hvergi að finna "ótakmarkað niðurhal" á vefsiðunni hjá Símanum undir ADSL tengingar, þar er talað um 80GB í Bestur og Langbestur - sem verður væntanlega breytt í 40GB um mánaðarmótin þegar nýju skilmálarnir taka gildi.
Ég man að það var þannig fyrst, en það er nokkuð langt siðan þetta var tekið út.
Jóhannes H. Laxdal (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 13:04
Mér finnst þetta allavega skárra heldur hjá öðrum fyrirtækjum (TAL) þar sem þeir hægja á allri traffík sem fer í gegnum ákveðnar samskiptaleiðir (óháð því hversu mikið viðkomandi notar netið) og viðurkenna það ekki einu sinni.
Dagur (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 13:10
Vilberg; það eru nokkrir mánuðir síðan fjarskiptafyrirtækin hættu að auglýsa ótakmarkað niðurhal, og fóru að kalla hlutina réttum nöfnum.
Persónulega fyndist mér óréttlátt ef ég þyrfti að fara að borga meira fyrir mína tenginu sem ég nota 5-10 gíg í niðurhal á mánuði, bara svo einhver peyji úti í bæ og hans vinir geti fríkað út á torrent og kaffært þá ltilu bandvídd sem í boði erí útlandagáttinni.
Áróra Jónsdóttir (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 13:10
Verð að viðurkenna að ég athugaði ekki áður en ég skrifaði athugasemdina mína áðan.
Ég er ekki frá því að það séu ekki nema 2 mánuðir síðan ég var að velja mér netþjónustu og þá voru allir með ótakmarkað niðurhal en eftir að hafa rúllað yfir síðurnar í dag þá eru allir búnir að breyta þessu. Það er þó jákvæð þróun enda skildi ég aldrei hvernig hitt gat gengið upp eftir að menn fóru að geta fengið sér Ljósleiðara hjá OR og verið svo með ótakmarkað niðurhal frá útlöndum. Það var alltaf á hreinu að þetta færi útí verðlagið hjá netfyrirtækjunum.
Vilberg Helgason, 29.10.2008 kl. 13:11
Alveg kjánalegt að auglýsa frítt niðurhal seinasta árið þegar smáa letrið segir 80gb.
Sem í dag verður 40gb.
Þetta er algjörlega brotin forsenda samningalaga, sem gerðir það að verkum að þeir eru að brjóta alla samninga sem voru skrifaðir sem ,,ótakmarkað niðurhal"
Þetta mun bitna seinna á öðrum fyrirtækjum, ekki spurning hvort heldur hvenær.
Alfreð (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 13:13
Ég spyr nú bara eins og fáviti.
Ef síminn er búin að takmarka niðurhal stærstu notenda sinna í 80 gb.
Hver er þá tilgangurinn að hægja á niðurhali hjá þeim ? rukka þeir ekki fyrir uframbandvídd.
Og ef ég væri að kaupa 80gb og fæ bara 10 á eðlilegum hraða er ég þá að fá 12mb tengingu með 80gb niðurhali ?
Ég er nú svo einfaldur, en ef ég keypti mér ferðatölvu með 2gb minni og fengi annað gígabætið í poka með tölvunni teldi ég mig ekki vera að fá 2gb ferðatölvu en eflaust er hægt að horfa á þetta frá mörgum hliðum.
Seifur, 29.10.2008 kl. 13:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.