29.10.2008 | 15:17
Miklu fínna að tala við erlenda fréttamenn
Það er alveg merkilegt hvað erlendir fréttamenn virðast fá minni hroka og fyrirlitningu frá Geir. Hann allavega talar við þá utan fréttamannafunda og jafnvel í símaviðtölum. Sama er hægt að segja um Davíð.
Er þetta óvirðing við okkur íslenskumælandi fréttalesendurna eða gerir Geir bara ráð fyrir því að allt sé þýtt fyrir okkur svo við fáum einhverjar fréttir frá ráðamönnum.
Ég spyr hvort þetta sé getuleysi íslenskra fréttamanna eða hvort það sé bara miklu fínna að tala við erlendu pressuna.
Geir sagður óttast fimm ára bakslag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
and Zeus wonders
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, ég hef tekið eftir því. Það er alveg furðulegt. Þeir hlaupa undan íslensku fjölmiðlafólki eins og það sé haldið smitsjúkdómum.
kristin (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 15:26
Er ekki bara möguleiki að íslenskir fréttamenn séu asnar og aumingjar sem stjórnmálamönnum finnst ekki vert að yrða á?
Tryggvi (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 15:28
útlitið út á við hefur alltaf verið mikilvægt í Sjálfstæðisflokknum, fyrir utanbúðarmönnum er alltaf allt í lagi. Jafnvel þó að allt sé logandi í illdeilum innanhúss.
Til hamingju Íslendingar! Við erum öll orðin Sjálfstæðismenn!
Ég er farinn úr landi...Útlendingahersveitin eða eitthvað til að gleyma þessum óþverra hér á landi...
Skaz, 29.10.2008 kl. 15:29
Hef nú samt tekið eftir í þessum viðtölum sem þeir hafa verið að veita í bæði blöðum, útvarpi og svo sjónvarpi að íslenskir fréttamenn eru meira að reyna að grilla þá og hamra á þeim fram og til baka og leyfa þeim ekki að komast að.
Erlendir blaðamenn eru kannski bara málefnalegri?
Ingvar (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 16:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.